Þá mælti Jafnhár: "Fyrr var það mörgum öldum en jörð var sköpuð er Niflheimur var gjör, og í honum miðjum liggur brunnur sá er Hvergelmir heitir, og þaðan af falla þær ár er svo heita: Svöl, Gunnþrá, Fjörm, Fimbulþul, Slíður og Hríð, Sylgur og Ylgur, Víð, Leiftur. Gjöll er næst Helgrindum."